ÉG VIL VERÐA MÍN BESTA VINKONA

Slakandi og fræðandi helgi á Hótel Kríu

Hótel Kría og Sólveig Ösp hjá Gleðilegt líf – Lærðu að elska þig ætla að bjóða uppá slakandi og fræðandi kvenna helgi dagana 30. apríl til 2. maí og dagana 12. til 14. maí 2021.

Woman in Nature

Megin áherslan þessa daga verður að slaka á og njóta – vera í núinu. Ef þú hefur áhuga á að borða góðan mat í fallegu umhverfi, fara í hugleiðslu og æfa öndun. Þá er þetta mögulega helgin sem þú ert búin að vera að bíða eftir.

 

Einnig verður farið í örnámskeiðið „Ég vil vera minn besti vinur…“ og stefnt er að því að fara í göngutúr og/eða sund ef veður leyfir. Settu þig í fyrsta sætið og leyfðu þér að njóta.

30. apríl – 2. maí

(fös-sun)

Verð fyrir tvo saman í herbergi 89.800 kr eða 44.900 kr. á mann.

 

Verð fyrir einn í herbergi 54.900 kr. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 25. apríl

12. maí – 14. maí

( mið-fös)

Verð fyrir tvo saman í herbergi 79.800 kr eða 39.900 kr. á mann.

 

Verð fyrir einn í herbergi 49.900 kr. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 5. maí

Yoga at Home

Dagsetningar í boði og verð:

Standard room 1.jpg

Innifalið

 

Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi á Hótel Kríu Dagleg hugleiðsla & öndun með Sólveigu Ösp Morgunverður, hádegisverður, og kvöldverður Ganga í fallegu umhverfi

Mæting á föstudegi:

1) Kvöldmatur 18.30

2) Kvöldspjall 20.00 – 21.00 (kynning á Sólveigu Ösp og því sem fram undan er)

 

a. Kvöld spjall endað með hugleiðslu fyrir þá sem vilja.

Laugardagur

1) Snemm morgun hugleiðsla (fyrir þá sem vilja) 07.30 – 7.45 2) Morgunmatur 8.00 – 9.00

3) Morgun hugleiðsla & öndun 09.15 - 09.45

4) Göngutúr (10.30 – 11.30, valfrjálst)

5) Hádegismatur 12.00 - 13.00 6) Örnámskeiðið „Ég vil vera minn besti vinur“ 14.00 – 17.00 a. Búst / ávaxta /kaffi pása 15.00 (20 mín)

7) Kvöldmatur 18.30

8) Kvöldvekja og hugleiðsla 20.00 – 21.00

Sunnudagur

1) Snemm morgun hugleiðsla (fyrir þá sem vilja) 07.30 – 07.45

2) Morgunmatur 8.00 – 10.00

3) Morgun hugleiðsla & öndun 09.15 - 09.45

4) Göngutúr

5) Hádegismatur 12-13

6) Kveðjustund og heimferð 14.00 – 15.00

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

Skilmálar

Ef ekki næst lágmarks þátttaka (10 manns) þá endurgreiðum við

Ef helgi fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða endurgreiðum við

Hámark 19 manns

1230866.jpeg

Sólveig Ösp er menntaður Viðskiptalögfræðingur en starfar í dag sem þerapisti og er með námskeið í Þerapíunni „Lærðu að elska þig“. Ef þú vilt vita meira um Sólveigu Ösp þá er hægt að lesa viðtal við hana sem tekið var í september sl.

 

– sjá hér:

Hótel Kríu

Hótel Kría opnaði sumarið 2018 í Vík í Mýrdal. Hótelið samanstendur af 72 herbergjum og einni svítu, bar og veitingarstað. Öll herbergin eru rúmgóð, björt og með þægindin í fyrirrúmi. Vík í Mýrdal er rétt um tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavik og hefur lengi verið talinn einn helst ferðamannastaður Íslands.

SENDIÐ OKKUR FYRIRSPURN

HÆGT ER AÐ BÓKA MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA ÚT FORMIÐ HÉR TIL HÆGRI, Í GEGNUM TÖLVUPÓST EÐA Í SÍMA 416-2100

Takk fyrir að hafa samband!